Dúnmelur
Dúnmelur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
ssp. mollis í Kaliforníu
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Leymus mollis (Trin.) Pilg. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Dúnmelur er stórvaxið gras og nauðalíkt hinu náskylda melgresi.
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Hann er uppruninn frá norðurströnd Kyrrahafsins og N-Ameríku yfir til Grænlands.[1] [2] Honum hefur verið sáð á Íslandi til að græða upp foksanda.[1][3][4]
Búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Dúnmelur vex yfirleitt á strandsvæðum, sérstaklega sandöldum. Hann getur verið mikilvægur þáttur vistfræði sandalda.[5][6][7] Dúnmelur er ein af fyrstu plöntum til að koma sér fyrir í sandöldum og hemja þær.[7] Á móti sjó þurfa plönturnar að þola saltúða, saltan sand, takmarkað eða ekkert ferskt vatn, óstöðugt undirlag, kaffæringu vegna storma, skort á næringarefnum, og álag vegna vinds, vatns og ísstorma. Smáplöntur geta lent á kafi. Þetta umhverfi veldur álagi á plöntur. Dúnmelur vex af miklum rótarstöngli sem bindur hann við óstöðugan og síkvikan sandinn. Þegar það eru margar plöntur á sandöldunni, mynda rótarstönglarnir fléttu sem heldur sandinum og hindra uppblástur."[5] Þetta gerir hann verðmætan í endurheimt strandsvæða.[6]
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Hefðbundnar
[breyta | breyta frumkóða]Þessi grastegund hefur verið nýtt á margan hátt. Makah, Nitinaht, og Quileute ættflokkarnir notuðu búnt af gildum rótunum til að nudda líkamann þegar þeir þvoðu sér. Yupik ættflokkarnir notuðu blöðin í mottur, körfur, poka og reipi til að hengja upp fisk til þurrkunar. Hesquiaht ófu blöðin í höldur fyrir sekki. Kwakwaka'wakw gera körfur og hatta úr blöðunum og lögðu laufin venjulega í boxin sem lúpínuræturnar voru eldaðar í. Nitinaht notuðu oddhvöss blöðin til að sauma með og binda. Haisla og Hanaksiala notuðu grasið innan í gryfjur þar sem þeir unnu olíuna úr eulachon (fiskur skyldur loðnu). Quinault settu ber af Gaultheria shallon á mottu af blöðum til að þurrka.[8] Inúítar í Kanada hafa oft notað Leymus mollis til að meðhöndla magavandamál og til að vefa körfur. Þeir notuðu þurrkuð blöðin til að einangra stígvél sín.[9]
Kynbætur
[breyta | breyta frumkóða]Dúnmelur hefur verið rannsakaður í sambandi við hveitikynbætur. Allnokkrir blendingar hafa verið gerðir síðan um 1960. Mikilvægt dæmi um þessa blöndun var þegar AD99 lína(strain) af L. mollis var blandað við hveiti. AD99 var þolin gegn mjölsveppi, og blendingurinn gaf af sér sex "línur" sem einnig höfðu þolið gegn mjölsveppi. Þessi tilraun getur verið grundvöllur fyrir L. mollis sem mjög nytsamlegri erfðafræðilegri auðlind.[10] Auk þess sem það hefur verið notað til að kynbæta hveiti, hefur þurrkþol L. mollis verið nýtt til uppræktunar.[11]
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]http://www.craftlabrador.com/resources/how-tos/how-to-make-a-grass-basket/ Geymt 17 september 2017 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Higman, P. J. and M. R. Penskar. 1999. Special plant abstract for Leymus mollis (American dune wild-rye). Michigan Natural Features Inventory, Lansing, MI.
- ↑ Leymus mollis. Germplasm Resources Information Network.
- ↑ Kristinsson, Hörður. 1986. Plöntuhandbókin.
- ↑ http://linnaeus.nrm.se/flora/mono/poa/leymu/leymarev.jpg
- ↑ 5,0 5,1 Gagné, J.; Houle, G. (2002). „Factors responsible for Honckenya peploides (Caryophyllaceae) and Leymus mollis (Poaceae) spatial segregation on subarctic coastal dunes“. Am. J. Bot. 89 (3): 479–485. doi:10.3732/ajb.89.3.479.
- ↑ 6,0 6,1 Goodman, T. Report on revegetation with Leymus mollis on the foredune at Ma-l’el Dunes Unit, Humboldt Bay National Wildlife Refuge. Geymt 23 júní 2013 í Wayback Machine US Fish and Wildlife Service. Arcata, California. June, 2009.
- ↑ 7,0 7,1 Imbert, E.; Houle, G. (2000). „Ecophysiological differences among Leymus mollis populations across a subarctic dune system caused by environmental, not genetic, factors“. New Phytologist. 147: 601–8. doi:10.1046/j.1469-8137.2000.00724.x.
- ↑ Leymus mollis. Native American Ethnobotany Database. University of Michigan, Dearborn.
- ↑ Clark, Courtenay. "Inuit ethnobotany and ethnoecology in Nunavik and Nunatsiavut, northeastern Canada." Université de Montréal. Dec 2012: 25. Accessed 4 Feb 2014.
- ↑ Pang, Y; Chen, X; Zhao, J; og fleiri (2014). „Molecular Cytogenetic Characterization of a Wheat - Leymus mollis 3D(3Ns) Substitution Line with Resistance to Leaf Rust“. Journal of Genetics and Genomics. 41 (4): 205–214. doi:10.1016/j.jgg.2013.11.008.
- ↑ Boudreau, Stéphane; Faure-Lacroix, Julie (1. desember 2009). „Tolerance to Sand Burial, Trampling, and Drought of Two Subarctic Coastal Plant Species (Leymus mollis and Trisetum spicatum)“. Arctic. 62 (4): 418–428. doi:10.14430/arctic173. JSTOR 40513333.